Tilkynning: 07.03.2023 - 11:00

Áríðandi fyrir viðskiptavini SaltPay! Staðfestu viðskiptaupplýsingar þínar sem fyrst. Sjá frétt.

Viltu taka við greiðslum á netinu?

Greiðslusíða SaltPay er þægilega einföld en örugg veflausn fyrir fyrirtæki sem selja vöru eða þjónustu á netinu.  Greiðslusíðan hentar sérlega vel fyrir vefsvæði sem nota tilbúnar lausnir frá vefumsjónarkerfum. 

Tengingar eru þegar fyrir hendi sem nýtast fyrir öll helstu íslensku vefumsjónarkerfin ásamt erlendum lausnum eins og opencart, PrestaShop, Magento, Shopify og WooCommerce.

Hægt er að taka við færslum með kredit- og debetkortum í öllum helstu gjaldmiðlum. Greiðslusíðan er einnig með Apple Pay hnappinum sem flýtir greiðsluferli viðskiptavina til muna

Þess má geta að um 70% vefverslana nýta sér Greiðslusíðu.

Kredit- og debet færslur í helstu gjaldmiðlum - táknmynd

Kredit- og debet færslur í helstu gjaldmiðlum

Endurgreiðslur & bakfærslur - táknmynd

Endurgreiðslur & bakfærslur

Notendavænn þjónustuvefur - táknmynd

Notendavænn þjónustuvefur

Apple Pay - táknmynd

Apple Pay

Fyrirtæki geta geymt greiðsluupplýsingar viðskiptavina sinna hjá okkur til að einfalda ferlið enn frekar.


Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina




Sjáðu hvað viðskiptavinir okkar hafa að segja 

um þjónustu SaltPay

 

Öll samskipti við SaltPay hafa verið til fyrirmyndar, allt frá því við óskuðum eftir tilboði í viðskiptin yfir í rakningu einstrakra færslna eða við að elta uppi misræmi í sölukerfi og bókhaldskerfi félagsins. 

Persónulegi tengiliðurinn okkar hefur verið okkur innan handar með allt sem okkur hefur vanhagað um. T.d. þegar við óskuðum eftir skýrslum með ítarlegu niðurbroti ásamt sérsniðnu yfirliti sem gerir okkur kleift að flýta uppgjörum og afstemmingum. 

Auk þess er verðstrúktúrinn einfaldur og auðskiljanlegur, svartíminn stuttur og greinilegt að SaltPay ætlar sér að vera í forystu á þessum markaði með virkri vöru- og þjónustuþróun.

Sigmar Vilhjálmsson & Snorri Marteinsson

Forstjóri & Fjármálastjóri 

Minigarðurinn

 

 

 
 

Greiðsluferlið er gjarnan vanmetið sem afar mikilvægur hluti af notendaupplifun á vefsíðum. 

SaltPay hefur verið okkur algjörlega samstíga í þeirri hugsun og tekið frábærlega í okkar ábendingar og tillögur til að gera það öruggara, skilvirkara og einfaldara í notkun.  









Þorsteinn Þorsteinsson

Framkvæmdastóri 

Blue Car Rental

 

 

 

Þar sem að við hjá Íslandshótelum og Fosshótel Reykjavík kappkostum að stemma af daglega allar okkar kortafærslur er mjög mikilvægt að eiga viðskipti við gott kortafyrirtæki.

Á tímabili leist mér ekki á blikuna með SaltPay og gaf ég þeim 0, skipti eftir skipti  þegar fyrirspurnin kom „myndir þú mæla með“.

En þjónustan og allt hjá þeim sl.  2 ár hefur breyst það mikið til góðs að ég gef þeim núna einkunina 10 þegar ég fæ þessa fyrirspurn.

Allir þjónustufulltrúarnir þeirra eru eins og börnin mín, ég elska þau.



María Haraldsdóttir Bender

Deildarstjóri 

Íslandshótel

Heimkaup er með færsluhirðingu hjá SaltPay og við erum mjög ánægð með þá þjónustu sem við fáum hjá fyrirtækinu. 

Á þjónustuvefnum er hægt að gera allt það helsta sem við þurfum á að halda í daglegum rekstri. 

Þegar að við þurfum á hjálp starfsmanna að halda og sendum inn erindi, er öllum fyrirspurnum svarað hratt og vel og allt gert til að leysa öll þau mál sem upp koma á sem bestan hátt.





Anna Jóna Aðalsteinsdóttir

Fjármálastjóri 

Heimkaup


Raðgreiðslur í verslun og vefverslun

SaltPay hefur síðustu ár boðið upp á Raðgreiðslur í öllum helstu verslunum landsins með góðum árangri. Seljendur sem bjóða upp á Raðgreiðslur eiga auðveldara með að selja fyrir hærri fjárhæðir og auka þar með veltuna hjá sér.

Raðgreiðsluvefur SaltPay er hannaður með það að markmiði að ferlið sé stutt, notendavænt og einfalt. 

Sækja um raðgreiðslur fyrir þína verslun

PAX A920 posi með Android stýrikerfi

Úrval af posum sem henta þínu fyrirtæki 

Posarnir okkar eru einfaldir í notkun og taka við snertilausum greiðslum.

SaltPay er með gott úrval af posum, þráðlausa, tengda við net og posa fyrir kassakerfi.

Hægt er að greiða með Apple Pay í öllum snertilausum posum SaltPay.

Ef þú þarft að taka við greiðslum í erlendri mynt en ekki íslenskum krónum þá hentar myntval (DCC) þér

Þarftu að leigja posa til skemmri tíma? Skammtíma posaleiga er í boði fyrir alla posa en alltaf þarf að ganga frá þjónustusamningi.

Sækja um posa




Virðisaukandi þjónusta

Okkar markmið er að einfalda líf fyrirtækja og hálpa þeim að vaxa.

Við gerum það með því að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og snjallar, einfaldar lausnir á sviði fjártækni og greiðslumiðlunar.

 

saltpay@saltpay.is

560-1600


Fá tilboð í viðskipti

Fréttir

Áríðandi fyrir viðskiptavini SaltPay!

Vinsamlegast staðfestu viðskiptaupplýsingar þínar

Apple Pay komið á greiðslusíðu SaltPay

Greiðslusíða SaltPay hefur verið uppfærð svo að Apple Pay hnappurinn bætist við. Viðmótið á greiðslusíðunni hefur einnig...

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

SaltPay notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun