Greiðslusíða SaltPay er nú sett upp með Apple Pay.

Viðskiptavinir geta því klárað greiðslu með því að smella á Apple Pay hnappinn í nýju viðmóti SaltPay og auðveldað þannig greiðslur til muna.

Apple Pay er einfalt í notkun og flýtir greiðsluferli viðskiptavina, þar sem auðkenning tekur einungis nokkrar sekúndur og minnkar líkurnar á því að korthafi hætti við kaup á netinu.

Allir posar frá SaltPay styðja einnig Apple Pay greiðslur.


Sæktu um greiðslusíðu eða posa hjá SaltPay

Viðmót greiðslusíðu SaltPay


Algengar spurningar


Þarf ég sem söluaðili að aðhafast eitthvað til þess að virkja Apple Pay?

Nei, SaltPay hefur nú þegar virkjað Apple Pay hjá öllum seljendum sem nota greiðslusíðu SaltPay.

Hvernig virkar Apple Pay á greiðslusíðunni?

Ef greitt er með Apple Pay er smellt á Apple Pay hnappinn í stað þess að slá inn kortaupplýsingar og kóða til auðkenningar. Korthafi auðkennir sig með fingrafari, andliti eða lykilorði á Apple tækinu sínu og greiðslusíðan framkvæmir færslu út frá kortaupplýsingum sem koma frá Apple. 

Eru skilyrði á notkun Apple Pay gagnvart korthöfum?

Já, Apple setur þau skilyrði að Apple Pay sé einungis í boði fyrir þá korthafa sem nota Apple tæki (iPhone, iPad eða Mac tölvur t.d.). Í gegnum Apple tækið þarf að nota Safari sem og að korthafi verður að hafa klárað uppsetningu á korti sínu í kortaveskinu (Wallet) í umræddu tæki. Séu þessi skilyrði ekki uppfylt mun Apple Pay takkinn ekki birtast gagnvart kaupendum sem fara yfir á greiðslusíðuna, þ.e. ef að viðskiptavinur fer inn á greiðslusíðuna í gegnum annan vafra (t.d. Chrome, Internet Explorer) mun Apple Pay takkinn ekki birtast á greiðslusíðunni. 
Eru færslur í gegnum Apple Pay öruggar?

Apple Pay færslur eru öruggar fyrir bæði korthafa og seljendur þar sem korthafi auðkennir sig við greiðslu og færsla sem fer í gegnum ApplePay fer því í gegnum sterka auðkenningu í vefverslun (3DSsecure).

Fylgir auka kostnaður við uppsetningu eða notkun á Apple Pay?

Enginn aukalegur kostnaður fellur á söluaðila við uppsetningu á Apple Pay hnappinum á greiðslusíðu SaltPay.
Að sama skapi fellur enginn aukalegur kostnaður á seljanda né korthafa þegar greitt er með Apple Pay þar sem um hefðbundna kortafærslu er að ræða.

Get ég notað Apple Pay ef ég er með greiðslugátt SaltPay eða smáforrit (e. App)?

Já, en í greiðslugáttum þarf að innleiða Apple Pay sérstaklega af þeim sem hefur aðgang að netþjónum og uppsetningu heimasíðunnar/bókunarvélarinnar. 

Endilega hafðu samband við okkur í síma 560-1600 eða sendu póst á saltpay@saltpay.is til að fá frekari upplýsingar um næstu skref.

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

SaltPay notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun