Örugg kortaviðskipti


Mikilvægt að hafa í huga:

Mikilvægt er að hafa örugga viðskiptahætti í huga þegar notast er við greiðslukort, óháð því hvort kortið er notað í vefverslun á netinu eða í verslun. Tilraunir til fjársvika eru því miður býsna algengar og beinast þær bæði að einstaklingum sem og fyrirtækjum. Gott er að hafa í huga að ef tilboð hljóma of góð til að vera sönn þá er það oftar en ekki raunin. Hér að neðan má finna ýmsar góðar ráðleggingar til að auka öryggi þitt gagnvart fjársvikum og vernda þig sem korthafa fyrir þeim áhættum sem geta stafað af kortaviðskiptum.

Netviðskipti:

  • Lestu skilaboðin vel
    Ef þú ert óviss um skilaboð er varða greiðslu eða þegar óskað er eftir kortaupplýsingum þínum er mikilvægt að hafa samband við seljandann eða útgefanda kortsins til þess að staðfesta skilaboðin.
  • Boð um arf eða endurgreiðslur
    Taktu eftir að boð um endurgreiðslu, arf eða tilboð þar sem farið er fram á upplýsingar um greiðslukort eru í mörgum tilfellum netsvikapóstar.
  • Skoðaðu umsagnir!
    Mikilvægt er að vera vel upplýst/ur um seljandann og leita eftir endurgjöf annarra af viðskiptum þeirra. Oft er hægt að finna gagnlegar umsagnir á netinu um viðkomandi seljanda.
  • Öruggt vefsvæði
    Passaðu upp á að gefa aldrei upp kortaupplýsingar þínar nema þú sért viss um að vera á öruggu vefsvæði. Góð leið til þess að sjá hvort að vefsvæðið sé öruggt er að skoða slóðina og athuga hvort „https://“ sé í byrjun slóðarinnar.
  • Skilmálar
    Hafið í huga að í mörgum tilvikum er einhverskonar skuldbinding um frekari viðskipti við seljanda þegar boðið er uppá fría prufuáskrift. Ef þú ert beðinn um að undirrita skilmála eða sambærilegt lestu það þá vel yfir og vertu viss um að þú sért ekki að samþykkja eitthvað sem gæti komið í bakið á þér seinna meir.

Viðskipti í verslun


Passaðu upp á PIN númerið þitt

  • Ef þú gleymir PIN númerinu þínu er ávallt hægt að nálgast það í netbanka eða í þínu banka-appi.
  • Aldrei skal gefa upp PIN númerið upp til þriðja aðila eða geyma það með kortinu. Best er einfaldlega að leggja það á minnið.
  • Mikilvægt er að gefa aldrei upp PIN númer í síma, tölvupósti né á vefsíðu.
  • Hafðu varann á þegar þú slærð inn PIN númer og passaðu að enginn sé að líta yfir öxlina á þér.
  • Ekki leyfa söluaðila að taka kortið úr þinni augnsýn þegar þú greiðir með kortinu á staðnum.
  • Þegar þú slærð PIN númerið inn til að staðfesta greiðslu, þá skal athuga hvort að upphæðin sem þú ert að samþykkja sé örugglega rétt.

Mikilvægir punktar

  • Þegar greitt er erlendis er gott að hafa í huga að ef valið er að greiða í íslenskum krónum þá getur viðmiðunar gengi söluaðilans verið hærra en almennt gengi. Því er yfirleitt hagstæðara að velja mynt landsins sem verslað er í frekar en íslensku krónuna.
  • Þegar þú tekur pening úr hraðbanka er öruggara að velja þá hraðbanka sem tilheyra viðurkenndri bankastofnun eða þjónustuaðila.
  • Ekki láta trufla þig við viðskiptin og ekki treysta ókunnugum til að hjálpa þér með viðskiptin.
  • Þú getur fylgst með öllum færslum sem teknar eru á kortið þitt í rauntíma í heimabankanum þínum. Gott er að fylgjast reglulega með hreyfingum þar, ekki síst á ferðum erlendis.
Verndun kortaupplýsinga - táknmynd

Verndun kortaupplýsinga

Traust viðskiptavina - táknmynd

Traust viðskiptavina

Minnkar áhættu á misnotkun - táknmynd

Minnkar áhættu á misnotkun

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

SaltPay notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun