Fylgstu með kortinu þínu

Þeir sem skrá sig í SMS sérþjónustu geta fengið SMS eða tölvupóst með upplýsingum um stöðu á kortinu. Ef kortið er notað á netinu, 90% af heimild nýtt eða þegar lagt er inn á kortið.

Skráning

Sá sem óskar eftir að skrá kortið sitt í SMS þjónustu þarf að hafa samband við sinn útgáfubanka og óska eftir þjónustunni. Þjónustan er án endurgjalds.

Afskráning

Til að skrá sig úr SMS þjónustunni þarf að hafa samband við útgáfubanka kortsins og óska eftir að þjónustu verði hætt.

Kort notað á netinu

Ef verslað er á netinu fær korthafi sem skráð hefur númerið sitt í SMS þjónustu SMS þegar kortið er notað á netinu og getur því strax brugðist við ef hann á ekki í hlut.

Ef svo illa vill til að einhver óprúttinn aðili kemst yfir kortanúmerið fær korthafi tilkynningu um leið og kortið er misnotað og getur gert ráðstafanir. Hann hefur samband við útgefanda kortsins og tilkynnir notkun án heimildar.

90% af heimild notuð

Ekki eru allir korthafar meðvitaðir um úttektarheimildina á kortinu. Korthafar sem hafa lítið notað kortið en fara svo að nota það meira reka sig stundum á þak ef heimildin hefur ekki verið endurskoðuð í mörg ár. Til að gera korthöfum lífið auðveldara er möguleiki að fá SMS þegar úttektir á kort eru komnar yfir 90% af heimild. 

Þetta gefur korthöfum svigrúm til að óska eftir hækkaðri heimild ef þeir telja sig þurfa á því að halda, en það getur komið í veg fyrir vandræðaleg augnablik ef korti er hafnað. 

 

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

SaltPay notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun