SaltPay er vottað

SaltPay er vottað skv. ISO/IEC 27001 staðli um upplýsingaöryggi. Vottunin felur í sér viðurkenningu BSI (British Standards Institution) á því að við störfum eftir alþjóðlega viðurkenndum ferlum fyrir rekstraröryggi og meðhöndlun upplýsinga.

Með vottuninni er tryggt að SaltPay fylgi ítarlegum kröfum um öryggi upplýsinga, aðgangsstjórnun og meðhöndlun gagna, og að unnið sé eftir skráðum ferlum. Vottunin tryggir ennfremur að hjá okkur sé stöðugt unnið að umbótum í upplýsingaöryggismálum. Vottunin nær til stjórnkerfis upplýsingaöryggis fyrir alla þjónustu okkar á sviði greiðslukortaviðskipta.

 

SaltPay er einnig PCI SSC Participating Organization, sem þýðir að SaltPay tekur beinan þátt í starfi alþjóðlega PCI ráðsins við mótun PCI DSS staðalsins. Öryggisstjóri SaltPay er alþjóðlega vottaður PCI Internal Security Assessor.


Notkunarskilmálar

Tilraun til misnotkunar verður kærð til lögreglu. Með tilraun til misnotkunar er, til dæmis en ekki takmarkað við, átt við veikleikaleit eða tilraun til þess að komast yfir aðgang annarra með því að fara framhjá viðmóti svo sem eiga við breytur, slóðir eða önnur gildi.
Allar upplýsingar á síðunni eru birtar án skuldbindingar og með fyrirvara um innsláttarvillur. SaltPay verður ekki gert ábyrg vegna upplýsinga sem ekki eru aðgengilegar um tíma.

 

 

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

SaltPay notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun