Fréttaveita Borgunar

Mistök við kortafærslur verða leiðrétt á næstu dögum09.08.2021

SaltPay (áður Borgun) og Orkan vilja upplýsa um mistök sem áttu sér stað við innsendingu á kortafærslum. Vegna kerfisvillu bakfærðist hluti af kortafærslum viðskiptavina sem keyptu eldsneyti með dælulyklum Orkunnar á ákveðnum þjónustustöðvum hjá Orkunni síðastliðnar vikur, ýmist 6 eða 30 dögum eftir kaupin. Villan hefur verið lagfærð og verða þessi eldsneytiskaup skuldfærð af kortum viðskiptavina á næstu tveimur dögum.
Orkan og SaltPay harma þessi mistök og við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda viðkomandi korthöfum.

Nánari upplýsingar fást hjá þjónustuveri með því að senda póst á netfangið orkan@orkan.is eða í síma 444-3000 auk þess sem vefspjall á vefsíðu félagsins orkan.is verður einnig opið.

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

SaltPay notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun