Greiðslusíða
Þægilega einföld en örugg veflausn fyrir fyrirtæki sem selja vöru eða þjónustu á netinu.
Viðmótið er einnig með Apple Pay hnappinum sem flýtir greiðsluferli viðskiptavina. Greiðslusíðan hentar sérlega vel fyrir vefsvæði sem nota tilbúnar lausnir frá vefumsjónarkerfum. Tengingar eru þegar fyrir hendi sem nýtast fyrir öll helstu íslensku vefumsjónarkerfin ásamt erlendum lausnum eins og opencart, PrestaShop, Magento, Shopify og WooCommerce.
Hægt er að taka við færslum með kredit- og debetkortum í öllum helstu gjaldmiðlum. Þess má geta að um 70% vefverslana nýta sér Greiðslusíðu.
Auðvelt er að endurgreiða, bakfæra og skoða færslur á Þjónustuvef SaltPay.
Greiðslusíða | án vsk | með vsk |
---|---|---|
Mánaðargjald | 2.580 kr. |
3.199 kr. |

Viðmót greiðslusíðu SaltPay
.png)
Kredit- og debet færslur í öllum helstu gjaldmiðlum
.png)
Endurgreiðslur & bakfærslur
.png)
Notendavænn þjónustuvefur

Apple Pay
.png)
Einfalt færslu- og uppgjörsyfirlit
.png)
Tilbúnar tengingar fyrir vinsæl kerfi
Viðbætur
Viðbætur fyrir vefumsjónarkerfi sem gerir þér það enn einfaldara og fljótlegra að setja upp Greiðslusíðu SaltPay.
WooCommerce
Viðbót SaltPay við WooCommerce gerir viðskiptavinum SaltPay kleift að taka við greiðslum á augabragði í gegnum þær vefverslanir sem keyra á WooCommerce kerfinu.
WooCommerce er vinsælasta vefverslunarviðbótin fyrir WordPress. Hægt er að prófa greiðsluleiðina í prófunarumhverfi með einföldum hætti með því að sækja viðbótina hér fyrir neðan.
Opencart
Viðbót SaltPay við opencart gerir fyrirtækjum kleift að taka við greiðslum í vefverslunum sem gerðar hafa verið í vefverslunarkerfinu opencart með einföldum hætti. opencart er "open source" vefverslunarkerfi sem býður upp á mikla möguleika.
Viðbótin tengist Greiðslusíðu Borgunar og er hægt að taka við öllum helstu kortategundum, debet og kredit. Hægt að taka við færslum í erlendri mynt, EUR, USD, GBP og fleiri við nánari skoðun. Hægt er að byrja og prófa greiðsluleiðina á prófunarumhverfi með einföldum hætti með því að sækja viðbótina hér fyrir neðan.
Magento
Viðbót SaltPay við Magento gerir viðskiptavinum SaltPay kleift að taka við greiðslum á augabragði í gegnum þær vefverslanir sem keyra á Magento kerfinu.
Hægt er að byrja og prófa greiðsluleiðina á prófunarumhverfi með einföldum hætti með því að sækja viðbótina hér fyrir neðan.
Prestashop
Til er tilbúin tenging við vefverslunarkerfið Prestashop. Kerfið er ókeypis. Viðbótin tengist Greiðslusíðu SaltPay og er hægt að taka við öllum helstu kortategundum, debet og kredit.
Hægt að taka við færslum í erlendri mynt, EUR, USD, GBP og fleiri við nánari skoðun. Hægt er að byrja og prófa greiðsluleiðina á prófunarumhverfi með einföldum hætti með því að sækja viðbótina hér fyrir neðan.
Shopify
Tilbúin tenging við vefverslunarkerfið Shopify Í raun sama virkni og fyrir opencart, WooComerce og Prestashop.
Mjög einfalt og flott kerfi sem auðvelt er að setja vefverslun í. Kerfið er með mánðargjald.
Viðbótin tengist Greiðslusíðu SaltPay og er hægt að taka við öllum helstu kortategundum, debet og kredit. Hægt að taka við færslum í erlendri mynt, EUR, USD, GBP og fleiri við nánari skoðun. Hægt er að byrja og prófa greiðsluleiðina á prófunarumhverfi með einföldum hætti með því að sækja viðbótina hér fyrir neðan.
Greiðslugátt
Greiðslugátt SaltPay hentar stærri vefverslunum og getur tekið við bæði kredit- og debetkortum.
Sníða má útlit og virkni gáttarinnar sérstaklega að þínum þörfum. Hægt er að taka við greiðslum í gegnum app með Greiðslugáttinni. Einnig er hægt að taka við Apple Pay greiðslum.
Gerðar eru miklar öryggiskröfur til þeirra sem nýta sér Greiðslugáttina. Kortanúmerum er skipt út fyrir sýndarnúmer svo fyrirtæki geymir aldrei kortaupplýsingar hjá sér.
.png)
Hentar stærri vefverslunum
.png)
Hægt að sérsníða útlit
.png)
Miklar öryggiskröfur

Apple Pay
Greiðslugátt | án vsk | með vsk |
---|---|---|
Mánaðargjald | 2.580 kr. |
3.199 kr. |
Greiðslutengill
Hentar öllum þeim sem vilja sérsníða vörukörfur að þörfum viðskiptavina sinna. Seljandi velur vörur í körfu og útbýr tengil sem sendur er á viðskiptavin í tölvupósti eða sms. Viðskiptavinur greiðir svo körfuna á öruggri Greiðslusíðu SaltPay með korti eða Apple Pay.
Hægt að útbúa áskriftartengil sem er einföld lausn fyrir alla þá sem vilja taka við áskrifendum eða styrkjum í gegnum vefinn.
Einnig er hægt að senda greiðslutengil (Pay by link) úr PAX A920 posa SaltPay og klára greiðslu með korti eða Apple Pay.
Greiðslutengill er sambærileg lausn og símgreiðsla, nema öruggari fyrir bæði korthafa og seljenda þar sem sterk auðkenning fer fram.
Endurgreiðslur er möguleiki auk þess sem hægt er að setja gildistíma á tengil.
Þú getur boðið upp á greiðslu í erlendum gjaldmiðlum.
Sæktu um Greiðslusíðu SaltPay eða PAX A920 posa til að geta sent greiðslutengla eftir þörfum viðskiptavina þinna.





Greiðsla með appi
Við getum aðlagað Greiðslugátt SaltPay að appinu þínu. Þá verður auðvelt fyrir þig að taka við greiðslukortum um appið með Greiðslugáttinni. Innleiðingin er einföld og eru greiðslukortaupplýsingar viðskiptavina geymdar á öruggan hátt til að einfalda þeim endurtekin viðskipti.
Dæmi um öpp sem nota Greiðslugátt SaltPay í appi:




Sýndarnúmer
Kortanúmerum er skipt út fyrir sýndarnúmer í þeim tilgangi að auka öryggi við geymslu kortaupplýsinga. Einfaldaðu endurtekin viðskipti í vefverslun með sýndarnúmerum. Korthafi þarf ekki að slá inn kortaupplýsingar við kaupin sem styttir söluferlið.
