Ráðstafanir vegna COVID-19

Vegna heimsfaraldurs COVID-19 er mikið um afbókanir og endurgreiðslur og þá sérstaklega hjá aðilum í ferðaþjónustu og þeim sem standa fyrir ýmis konar viðburðum fram í tímann. Eins og gefur að skilja þá hefur orðið mikil aukning í endurgreiðslum sem leitt hafa til neikvæðrar stöðu seljendasamninga, þ.e. að viðskiptamenn lenda í skuld við Borgun. Fyrirséð er að endurgreiðslur muni fjölga án þess að á móti komi velta til að skuldajafna neikvæða stöðu sem kann að myndast vegna endurgreiðslna og/eða endurkrafna.

Starfsmenn SaltPay hafa lagt sig alla fram við að vinna með viðskiptavinum og horfa til lengri tíma með hagsmuni beggja samningsaðila að leiðarljósi, s.s. með því að heimila endurgreiðslur og þannig tryggja sjóðsstreymi viðskiptamanna. 

Neikvæð staða hefur myndast á fjölda samninga og er því SaltPay að fjármagna endurgreiðslur viðskiptavina sinna. Í ljósi þess að innheimta á neikvæðri stöðu (skuldar) kann að koma sérstaklega hart niður á viðskiptavinum við núverandi aðstæður, hefur SaltPay að jafnaði ekki gripið til slíkra aðgerða þrátt fyrir að endurgreiðslur nema hærri fjárhæð en velta seljandasamnings/a.

Veltutrygging
Með veltutryggingu er átt við að SaltPay heldur eftir 10% heildarfjárhæðar allra færslna á uppgjörum. Veltutryggingu er haldið eftir í 6 mánuði. Til dæmis, frádráttur vegna veltutryggingar í október, að því marki sem hann er ekki nýttur til að greiðslu endurkrafna, endurgreiðslna, þóknana eða annarra skulda við SaltPay, verður greiddur til viðskiptavinar á næsta uppgjörsdegi í mars, eða 180 dögum eftir.

Uppgjörstíðni
 Tímabil mánaðarlegs uppgjörs er frá 18. – 17. hvers mánaðar, sem er greitt út 2. virka dag mánuðinn eftir. Þetta þýðir t.d. að þær færslur sem framkvæmdar eru 15.-17. ágúst sem koma til útgreiðslu 2. september og þær færslur sem eru framkvæmdar 18. ágúst – 17. september koma til útgreiðslu 2. október.


 ***

English version

 Due to the COVID-19 pandemic, we are experiencing many cancellations and refunds, particularly in the tourism operations industry and with event planners. There has been a large increase in refunds which have led to a negative balance felt by SaltPay. We expect that refund volume will increase without sufficient turnover to set off with.  

SaltPay and its’ employees have made an effort to work with our merchants with long term interests in mind for both parties, e.g. by authorizing refunds and supporting merchant cash flows.

A negative balance has arisen and therefore SaltPay is financing refunds with increased chargeback risk. Since the collection of a negative balance (debt) may be particularly hard on merchants in the current circumstances, SaltPay has not taken such measures, despite the increased chargeback risk felt by SaltPay.

Rolling reserve
Rolling reserve means that SaltPay retains a 10% ratio of the total amount of all transaction’s settlements, the rolling reserve is held for a period of 6 months. For example, a deduction for Rolling reserve in October that is not used to pay chargebacks, refunds, fees or other debts to SaltPay, will be paid back to the merchant on the next settlement date in March, or 180 days after.

The frequency of settlement date
The period for monthly settlement is from 18.-17. each month, that is paid on the 2. day of the following month. This means for example that the transactions that are processed August 15.-17. are paid on September 2nd, and the transactions that are processed August 18. – September 17. will be paid on October 2nd.

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

SaltPay notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun