Tilkynning um veð í almennum kröfum

Fylltu út formið hér fyrir neðan, prentaðu út og sendu undirritað eintak til okkar, Borgun - Ármúla 30 - 108 Reykjavík

Í samræmi við 46. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð, tilkynnist hér með að veðsali

Hefur veðsett,

Nánar tiltekið er um eftirfarandi samninga að ræða:


Veðrétturinn nær einnig til vaxta, verðbóta og dráttarvaxta af kröfunum en víkur fyrir rétti Borgunar hf. til skuldajafnaðar í samræmi við ákvæði seljandasamninga, þjónustugjöldum og öðrum gjöldum og kostnaði er veðsala ber að greiða til Borgunar hf. samkvæmt seljandasamningi. Borgun hf. er enn fremur heimilt að draga sérhverja réttmæta kröfu sína á seljanda frá uppgjöri sínu til hans í samræmi við ákvæði seljandasamnings og skilmála þess samnings. Allar greiðslur frá Borgun hf. til veðsala samkvæmt ofangreindum seljandasamningum skuli lagðar á viðskiptareikning veðsala:

--
 

Reikningurinn ásamt innistæðu og vöxtum á hverjum tíma er handveðsettur veðhafa. Veðsala er óheimilt án samþykkis veðhafa að breyta þessari ráðstöfun, s.s. að greiðslurnar verði lagðar á annan reikning að hluta eða öllu leyti. Stofni veðsali til nýrra seljandasamninga við Borgun hf. eru fjárkröfur veðsala samkvæmt þeim samningum jafnframt settar að veði til tryggingar ofangreindum skuldbindingum veðsala og skal greiðsla þeirra innt af hendi á fyrrnefndan viðskiptareikning veðsala. Borgun hf. skal án tafar tilkynna veðhafa sé seljandasamningi eða tilteknum samningsnúmerum sagt upp eða þeim breytt.

Verði breyting á ofangreindu réttarsambandi mun veðhafi tilkynna Borgun hf. um það. Án slíkrar tilkynningar er Borgun hf. óheimilt að gera nokkrar breytingar sem ganga gegn efni þessarar tilkynningar. Til að tilkynning teljist gild og bindandi fyrir Borgun hf. skal hún berast félaginu í ábyrgðarbréfi eða afhent á skrifstofu þess þar sem hún er stimpluð um móttöku.

Staður og dagsetning

F.h. fyrirtækis

Vottur að réttri dagsetningu, undirskrift og fjárræði

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

SaltPay notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun