Sveigjanlegar uppgjörsleiðir
SaltPay býður viðskiptavinum sínum þrjár mismunandi uppgjörsleiðir vegna kreditkortaviðskipta. Við gerum okkur grein fyrir að hver og einn rekstur er sérstakur og fyrirtæki hafa því mismunandi þarfir á uppgjörsleiðum.
Daglegt uppgjör
Til að hámarka greiðsluflæði er daglegt uppgjör tilvalin leið fyrir fyrirtæki í kortaviðskiptum. Færslur eru gerðar upp tveimur dögum eftir að þær berast.
Vikulegt uppgjör
Hentugur kostur fyrir fyrirtæki sem vilja aukið greiðsluflæði og stytta bindingu fjármagns. Á miðvikudögum er gerð upp velta síðustu heilu viku, frá mánudegi til sunnudags.
Mánaðarlegt uppgjör
Mánaðarlegt uppgjör er hefðbundið uppgjör. Í mánaðarlegu uppgjöri eru úttektir nýliðins kortatímabils gerðar upp annan virka dag hvers mánaðar.