Sterk auðkenning í vefverslun
- algengar spurningar og svör

Hvað er 3D Secure? 
Oftast þekkt sem Mastercard SecureCode og Verified by Visa. Markmið 3D Secure er að draga úr svikum og veita aukið öryggi korthafa og fyrirtækja í vefverslun. Með 3D Secure virkni þurfa korthafar að slá inn sérstakt lykilnúmer sem viðkomandi fær sem SMS í símann sinn til að sannreyna að hann sé örugglega réttmætur eigandi kortsins. 3D Secure dregur þannig verulega úr áhættu fyrirtækja vegna móttöku greiðslna á netinu. 

Uppfærsla á 3D Secure í 3D Secure 2.1
3D Secure 2.1 eru nýjar reglur Evrópusambandsins um sterka auðkenningu við notkun greiðslukorta. Með sterkri auðkenningu eykst öryggi færslna þar sem kort er ekki á staðnum, svo sem greiðslur á netinu. Einnig á þetta við um snertilausar færslur með snjallsíma/úr í posa. 

Tilgangur með sterkri auðkenningu er að draga úr sviksamlegum færslum og tryggja að korthafi sé sá eini sem getur heimilað færslu.

Sterk auðkenning er byggð á því að korthafi auðkenni sig með tveimur af þremur auðkenningarmátum, þ.e. einhverju sem hann veit (lykilorð), einhverju sem hann á (t.d. snjallsími/úr) eða einhverju persónulegu (fingrafari/andlitsskanna).

Þarf síðan mín að vera tengd 3D Secure?
Samkvæmt kröfu kortafélaganna og útgefanda korta þá verða allar vefverslanir að vera 3D Secure varðar fyrir 14. september 2019 svo ekki komi til hafnana á erlend greiðslukort.

Hvað gerist ef þú virkjar ekki 3D Secure í Greiðslugátt?
Ef þú virkjar ekki 3D Secure á síðuna þína sem notar Greiðslugátt áttu á hættu að fá hafnanir á erlend kort eftir 14. september 2019. Þegar lögin verða innleidd á Íslandi mun koma til hafnana á innlend kort.

Hvernig tengi ég 3D Secure við vefverslunina mína?

  • Greiðslusíðu BorgunarEf þú ert með Greiðslusíðu Borgunar munum við gera ráðstafanir á greiðslusíðunni okkar megin og því þarft þú ekkert að aðhafast.
  • Greiðslugátt BorgunarEf þú ert með fyrirtæki sem tekur á móti greiðslum í gegnum Greiðslugátt Borgunar þarf að virkja 3D Secure, fyrir 14. september 2019, svo ekki komi til hafnana á færslum á erlend greiðslukort. Þegar lögin verða innleidd á Íslandi mun koma til hafnana á innlend kort.
 
FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

SaltPay notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun