Viðskiptaskilmálar viðskiptakorts Bón og þvottastöðvarinnar 

1.Útgáfa korts, gildistími
 1.1.Viðskiptakort Bón og þvottastöðvarinnar er gefið út af B&Þ rekstrarfélag ehf. í samstarfi við SaltPay hf. til fjögurra ára í senn . Viðskiptakort Bón og þvottastöðvarinnar eru eingöngu ætluð til notkunar í verslunum Bón og þvottastöðvarinnar samkvæmt ákvæðum viðskiptaskilmála þessara, notkunarheimildum og reglum um kortið eins og þær eru á hverjum tíma. Standi korthafi við skuldbindingar sínar er kort hans endurnýjað, án umsóknar.
 1.2.SaltPay áskilur sér rétt til að leita allra upplýsinga sem að þess mati eru nauðsynlegar til að afgreiða umsókn og gefa út Viðskiptakort Bón og þvottastöðvarinnar.  SaltPay áskilur sér einnig rétt til að hafna umsókn um Viðskiptakort án þess að tilgreina ástæðu.
 1.3.Unnt er að fá útgefið handhafakort á fyrirtæki eða aukakort á  sama reikning með samþykki reikningshafa. Viðskiptaskilmálar þessir gilda einnig fyrir handhafa slíkra korta.
 1.4.Öll Viðskiptakort Bón og þvottastöðvarinnar eru skráð á einstaklinga eru með mynd af korthafa, nema handhafakort.  Korthafi þarf að leggja fram mynd sem varðveitt er í gagnagrunni Reiknistofa bankanna (RB), sé mynd ekki þar til staðar.

 2.Samþykki
 2.1.Í umsókn um Viðskiptakort Bón og þvottastöðvarinnar ber umsækjanda að kynna sér vandlega og staðfesta með haki viðskiptaskilmála þessa. Með staðfestingu skilmála í umsókn og / eða fyrstu notkun kortsins samþykkir korthafi að fara eftir skilmálum þessum.

 3.Almenn notkun kortsins
 3.1.Korthafi hefur einn heimild til að nota kortið.
 3.2.Korthafi skuldbindur sig til að fara ekki umfram heimiluð úttektarmörk sín á hverjum tíma.
 3.3.Viðskiptakort Bón og þvottastöðvarinnar er einungis heimilt að nota með lestri upplýsinga af segulrönd þess á rafrænan hátt.  Óheimilt er að gefa upp númer kortsins til greiðslu án rafrænnar notkunar þess. Kortið gildir því ekki til greiðslu símleiðis eða bréflega.
 3.4.Korthafi skuldbindur sig til að varðveita kortið þannig að óviðkomandi aðili geti ekki komist yfir það, enda ber honum að gæta þess á sama örugga hátt og peninga eða annarra verðmæta.

 4.Kortaviðskipti og greiðsluskil
 4.1.Almennt úttektartímabil fyrir Viðskiptakort Bón og þvottastöðvarinnar er almanaksmánuðurinn.
 4.2.Korthafi skuldbindur sig til að greiða að fullu allar þær úttektir af kortareikningi sínum sem gerðar eru með kortum sem löglega hafa verið gefin út á reikning.  Skuldbindingin tekur til allra úttekta samkvæmt úttektarseðlum sem korthafi hefur áritað.
 4.3.Aukakorthafi ber ábyrgð á greiðslu úttekta sinna á kortareikningnum til jafns á við aðalkorthafa.
 4.4.Fyrirtæki bera ábyrgð á öllum úttektum á handhafakortum og kortum gefin út á einstaklinga á vegum fyrirtækisins, sem gerðar eru með kortum sem löglega hafa verið gefin út á reikning. Skuldbindingin tekur til allra úttekta samkvæmt úttektarseðlum sem korthafi hefur áritað.

5.Eindagi greiðslna
 5.1. SaltPaysendir korthöfum mánaðarlega reikningsyfirlit. Eindagi greiðslna Viðskiptakorta Bón og þvottastöðvarinnar er 20. dagur hvers mánaðar eða næsta virka dag þar á eftir.  
 5.2.Hafi greiðsla ekki borist SaltPay á eindaga reiknast vanskilavextir, eins og þeir eru auglýstir af Seðlabanka Íslands hverju sinni, af úttektum frá eindaga til greiðsludags. SaltPay áskilur sér rétt til að loka fyrir frekari viðskipti með kortið, þar til gjaldfallin skuld á kortinu hefur verið að greidd að fullu.
 5.3.Hafi korthafi óskað eftir skuldfærslu á eindaga vegna kortareikninga og ekki reynist vera næg innistæða á skuldfærslureikningi á skuldfærsludegi, verður reynt áfram að skuldfæra vegna skuldar í 30 daga.

6.Ábyrgð á færslum 
 6.1.Komi upp ágreiningur milli korthafa og Bón og þvottastöðvarinnar vegna afhendingar á vöru skal slíkum kvörtunum beint til Bón og þvottastöðvarinnar.
 6.2.Ef korthafi eða reikningshafi hefur athugasemd við færslu á kortareikning, skal hann senda athugasemd til SaltPay innan 10 daga frá eindaga greiðslu. Eftir 30 daga frá skiladegi færslu samkvæmt yfirliti er útgefanda ekki skylt að taka athugasemd til meðferðar.
 6.3.Telji korthafi að kort hans hafi verið notað með sviksamlegum hætti ber honum að tilkynna það án tafar til SaltPay eða Bón og þvottastöðvarinnar. Í öllum tilvikum þegar grunur um sviksamlega kortanotkun er að ræða ber SaltPay að loka korti og korthafa að afhenda kortið til Bón og þvottastöðin/SaltPay. Korthafi ber ekki tjón vegna úttekta sem hann á ekki sannarlega aðild að. Korthafa ber skylda til að aðstoða Bón og þvottastöðin/SaltPay við vinnslu málsins og lágmarka tjónið eins og kostur er.

 7.Glatað kort
 7.1.Ef Viðskiptakort Bón og þvottastöðvarinnar glatast skal korthafi tafarlaust tilkynna það til SaltPay.  Eftir það getur korthafi fengið útgefið nýtt kort.
 7.2.Korthafi skal þar til tilkynning hans berst útgefanda bera það tjón sem hann hefur orðið fyrir, vegna taps, þjófnaðar, eða fölsunar á kortinu þar til tilkynnt hefur verið um glataðkort.
 7.3.Óheimilt er að nota Viðskiptakort Bón og þvottastöðvarinnar eftir að það hefur verið tilkynnt glatað.

8.Þjónustugjöld/gjaldskrá
 8.1.Útskriftargjald er innheimt af SaltPay fyrir útsenda gíró- og skuldfærsluseðla.
 8.2.Vegna endurútgáfu glataðs korts greiðir korthafi stofngjald 500 kr. Að öðru leyti gildir gjaldskrá sjá www.borgun.is.

 9.Afturköllun og ógilding
 9.1.SaltPay er heimilt að loka Viðskiptakorti Bón og þvottastöðvarinnar án fyrirvara  sé uppi grunur um misnotkun kortsins. Starfsmenn Bón og þvottastöðvarinnar hafa fulla heimild til að taka í sínar vörslur lokuð kort.
 9.2.Óheimilt er að nota Viðskiptakort Bón og þvottastöðvarinnar eftir að gildistími þess er útrunninn eða það hefur verið ógilt.  Misnotkun kortsins varðar við lög m.a. 249. gr. alm. hgl.

 10. Persónuvernd
 10.1Í tölvukerfi SaltPay hf. verða vistaðar upplýsingar um korthafa og aukakorthafa. Upplýsingar sem um ræðir eru m.a. kennitala, heimilisfang og aðrar þær upplýsingar sem aðilar hafa veitt  við umsókn.
 10.2. Allar upplýsingar um kortareikninga og notkun korta eru vistaðar í tölvukerfi SaltPay hf.
 10.3. Vinnsla og geymsla upplýsinga skal vera í samræmi við það sem nauðsyn¬legt er til starfrækslu greiðslumiðlunar. SaltPay hf. mun auk þess gæta þess að vinnsla og vistun persónu¬upp¬lýsinga sé ætíð í samræmi við gildandi lög og reglur.
 10.4. Ábyrgðaraðili vinnslu er SaltPay hf.

 11.Breytingar á skilmálum
 11.1.SaltPay áskilur sér allan rétt til breytinga á skilmálum þessum.  Breytingar skulu tilkynntar korthafa ekki síðar en 15 dögum áður en breyttir skilmálar taka gildi.  Í tilkynningu um breytta skilmála skal taka fram í hverju breytingarnar felast og á rétti korthafa til að slíta viðskiptum.  Sé Viðskiptakort Bón og þvottastöðvarinnar notað eftir að breyttir skilmálar taka gildi, telst korthafi samþykkur breytingunni.  Útsending nýrra viðskiptaskilmála í almennum pósti telst nægileg tilkynning samkvæmt framansögðu.
 11.2. Fallist korthafi ekki á breytta viðskiptaskilmála, getur hann slitið viðskiptum með því að klippa í sundur kortið og senda það sundurklippt til SaltPay.

12.Tilkynningar og gildandi lög
 12.1.Korthafi skal tafarlaust tilkynna SaltPay verði breyting á heimilisfangi hans.
 12.2. Um túlkun viðskiptaskilmála þessara, sem og úrlausn mála sem upp kunna að rísa vegna notkunar Viðskiptakort Bón og þvottastöðvarinnar skal fara eftir íslenskum lögum.  
 12.3. Kröfumál gegn korthafa vegna viðskipta hans með Viðskiptakort Bón og þvottastöðvarinnar má reka gegn honum í því landi þar sem hann telst hafa fasta búsetu hverju sinni, skv. 2. mgr. 1.gr. l. nr. 21/1990 um lögheimili.
 12.4. Mál sem rísa vegna brota á skilmálum þessum má reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.


 Skilmálar þessir taka gildi þann 3.4.2018

 

 

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

SaltPay notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun